Jóhanna Halldóra Sveinsdóttir var falleg og hæfileikarík kona sem hafði til að bera svo geislandi persónutöfra að eftir henni var tekið hvar sem hún fór. Hún var bekkjarsystir mín í Menntaskólanum við Hamrahlíð, við útskrifuðumst úr 4-A vorið 1971. Hún lést sviplega af slysförum á eynni Belle-Ile-en Mer, sem er úti fyrir strönd Bretagneskagans í Frakklandi, vorið 1995.

Eftir regn


Hann styttir upp
Og sjá, ó, finn þetta kattmjúka
laufhaf sem bylgjast til himins, svo
undragrænt upp úr röku bikinu
Ég líka, galdragræn upp úr bikinu.
Bylgjast.
Til himins, takk.

Jóhanna Sveinsdóttir
27. apríl, 1995

Kveðja


Set á mig fjallahringinn
áður en ég hverf
út í blámann
far vel
mófugl
snjófugl
Jóhanna Sveinsdóttir
Guð og mamma hans (1994)